Hrópaði á konurnar að þær ættu ekki heima á íslandi - lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú hafið rannsókn á hugsanlegum hatursglæp sem var tilkynnt um í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kemur fram að kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum að þremur múslímskum konum. Atvikið átti sér stað fyrir utan verslunina Bónus í verslunarkjarnanum Hólagörðum.

Að sögn lögreglunnar á konan að hafa elt konurnar þrjár út á bílastæði fyrir utan verslunina. Þar hafi hún hrópað á þær og sagt þeim að fara úr búrkunum ásamt því að hrópa að þær ættu ekki heima Íslandi. Lögreglan segir að málið sé nú í rannsókn og sé rannsakað sem hatursglæpur. Samkvæmt frétt á vísir.is kemur fram að konurnar þrjár séu allar flóttamenn sem komu til landsins fyrir um þremur árum og segjast konurnar aldrei áður lent í svipuðu áður hér á landi.