Hrólfur axlar ábyrgð

Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. Slík óvissa sé alltaf fyrir hendi þegar ráðist er í breytingar á gömlu húsnæði. Þetta kom fram í máli Hrólfs í Morgunútvarpinu í morgun en þar viðurkenndi hann mistök og sagði framúrkeyrslu kostnaðar á sína ábyrgð.

Hrólfur, sem var stjórnandi hjá borginni í á fjórða áratug og tók við starfinu árið 2012, lét af störfum hjá borginni í apríl síðastliðnum. Hann segir liggja ljóst fyrir að 120 milljónum króna hafi verið varið í verkefnið án þess að fyrir lægi heimild til þess.

Nánar á 

http://www.visir.is/g/2018181018881