Ísinn er einfaldlega að bráðna

Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða er alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma leiðtogar og sérfræðingar í umhverfismálum. Hringborð Norðurslóða hefur á fimm árum orðið einn stærsti vettvangur samskipta um öll málefni Norðurskautsins - hvort heldur umhverfismál eða hagsmuni atvinnuvega.

Nú sóttu þetta stefnumót rúmlega 2000 þátttakendur frá einum 50 þjóðum.

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson sagði í erindi sem hann flutti á stefnumótinu að lofstlagsbreytingar væru áskorun sem virða ekki landamæri. Ekkert eitt ríki getur getur eitt og sér fengist við það.

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson setti stefnumótið en hann hefur lengi beitt sér fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson rifjaði upp framgöngu Íslands í loftslagsmálum og ræddi um þá jákvæða breytingu að oddvitar stjórnmálanna hér á landi helga sig umhverfismálum með afgerandu hætti. Umræðan er raunhæfari en engu að síður fá loftslagsmálin ekki nógu mikla athygli.

[email protected]