Hrifnastur af alþýðuflokki jóns baldvins

Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi til Alþingis og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, segist ekki hafa áður verið þátttakandi í stjórnmálum, en hann segist hafa hrifist af Alþýðuflokki Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Hann benti á að Alþýðufllokkurinn hafi haft frumkvæði að því við gengum í Evrópska efnahagssvæðið.

Er Viðreisn þá krataflokkur?

„Viðreisn mun höfða til breiðs hóps hægra megin við miðju,“ svaraði Þorsteinn.

Þú talaðir í fyrra starfi fyrir óbreyttu fiskveiðistjórnarkerfi?

„Nei, ekki mikið. Við í Viðreisn tölum fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi.“ Í stefnu Viðreisnar segir meðal annars: Ríkið setji árlega hluta aflakvótans á markað þar sem kaupendur greiði markaðsverð.“

Þorsteinn sagðist ekki vilja banna verðtrygginguna. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar er Þorsteinn með um tvær og hálfa milljón á mánuði og mun, verði hann kjörinn til þings, mun hann lækka verulega í launum. Hann sagði að konan sín hefði gert athugasemdir um þetta þegar hann viðraði framboðshugmyndina við komnu sína.