Hrávara sjaldan verið ódýrari

„Alþjóðahagkerfið hefur einkennst af lítilli verðbólgu síðustu misseri. Mikil lækkun hrávöruverðs, sérstaklega olíu, leikur þar stórt hlutverk. Seðlabankar hafa brugðist við lágum verðbólguvæntingum með lægri stýrivöxtum, t.a.m. voru stýrivextir í Svíþjóð nýlega lækkaðir úr -0,35% í -0,5%, í Noregi úr 0,75% í 0,5% og á Evrusvæðinu úr 0,05% í 0%.“

Svo segir greinindareild Landsbankans. Stýrivextir hér voru lækkaðir úr 5,75 prósentum í 5,25 prósent.

„Síðustu tvö ár hér á á landi hafa einkennst af óvenju lítilli verðbólgu í sögulegu samhengi. Skýrist það m.a. af styrkingu krónunnar og verðlækkana olíu og annarra hrávara. Sé litið á þróun Thomson Reuters hrávöruvísitölunnar hefur hún lækkað um ríflega 34% á síðustu tveimur árum.

Seinustu tólf mánuði hefur raungengi krónunnar miðað við hlutfallsleg verðlag hækkað um 12,8% og var það 46% hærra í júlí 2016 en þegar það mældist lægst í ágúst 2009.“

Þetta kemur fram hjá greingardeild Landsbankans.