Hræsnarinn ratcliffe

„Það er líklega leitun að meiri hræsnara en Jim Ratcliffe, auðmanninum breska sem hefur verið í óða önn að kaupa jarðir og veiðirétt á Íslandi“, skrifar Egill Helgason í pistli sínum á DV/Eyjan undir fyrirsögnininni Hræsnarinn Ratcliffe og jarðirnar hans á Íslandi
 
Þar bendir Egill á að Ratcliffe hafi beitt sér með Brexit og útgöngu Breta úr ESB en þó hefði hann ekki getað keypt jarðir hér nema vegna reglna í EES samningnum. Þar að auki sé milljarðamæringurinn breski að flytja til Mónakó þar sem hann mun ekki þurfa að greiða skatta líkt og sínu heimalandi.