Bankastjóri neitar að hafa verið rekinn: „nú eru kaflaskil hjá mér“

Höskuldur H. Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, sagði starfi sínu lausu í vikunni. Þá komst stjórn bankans að samkomulagi um að Höskuldur myndi sinna starfi bankastjóra til mánaðarmóta. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár. Í samtali við RÚV sagði Höskuldur að ákvörðun um að hætta væri hans. Höskuldur sagði:

„Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur  og bætti við á öðrum stað: „Við byrjuðum hér með óttalegt skar nú er þetta öflugur og flottur banki, skráður í eigu fjölda aðila hér innanlands og erlendis. Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Maður finnur hvernig maður er sjálfur stemdur.“

Í frétt RÚV kemur fram að bankinn hafi tapað peningum á lánveitingum, eins og gjaldþroti Primera og WOW air. Segir Höskuldur að tapið hafi ekkert með ákvörðunina að gera. Höskuldur, sem er hluthafi í bankanum segir að lokum:

 „Nú eru kaflaskil hjá mér, kaflaskil hjá bankanum“