Hörkuþáttur í fyrramálið

Sigurjón M. Egilsson fær til sín marga og góða gesti í útvarpsþætti Þjóðbrautar í fyrramálið. Þátturinn er í útvarpi Hringbrautar fm 89,1 milli klukkan 10:00 og 12:00. Þáttinn má einnig hlusta á á www.hringbraut.is. Samfélagsmálin verða rædd af kappi.

Fyrstu gestir þáttarins, í fyrramálið verða þingmennirnir fyrrverandi, Páll Valur Björnsson og Willum Þór Þórsson. Hvaða augum líta þeir stöðu stjórnmálanna?

Gunnar Þór Bjarnason kemur næstur, en hann og Sigurjón rifja upp 1. desember 1918 og annað sem gerðist þetta einstaka ár; svo sem Kötlugos, heimsstyrjöldina, frostaveturinn og ekki síst spönsku veikina.

Síðustu gestir þáttarins að þessu sinni verða þingkonurnar; Eygló Harðardóttir, Halldóra Mogensen og Jóna Sólveig Elínardóttir.

Af þessu má sjá að það verða fínir gestir í útvarpsþætti Þjóðbrautar í fyrramálið.

Hér má sjá tíðnir útvarsins og að auki er hægt að hlusta á hringbraut.is.

89,1 - Reykjavík
91,7 - Blönduósi
91,1 - Sauðárkróki
89,9 - Egilsstöðum
89,9 - Selfossi
87,7 - Akureyri