Fríverslun og haftabúskapur í bland

Gerbreytir Framsóknarflokkurinn um Evrópustefnu?

Fríverslun og haftabúskapur í bland

Líflegar pólitískar umræður um ágæti markaðsbúskapar og frjáls viðskipti hér á landi eru hefðbundin viðfangsefni stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks.  Hvoru tveggja  -  markaðsbúskapur og frjáls viðskipti  -  eru líklegri til þess að tryggja hagkvæma framleiðslu og sem best lífskjör en miðstýrður áætlanabúskapur og haftastefna. 

Framsóknarflokkurinn hefur í rösk eitt hundrað ár glímt við ný sjónarmið um réttlát og hagkvæm starfsskilyrði atvinnulífsins.  Á seinni árum hafa nýjar hugmyndir um gildi markaðsbúskapar og almennra réttláttra reglna í íslensku efnahagslífi og atvinnulífi smám saman fest rætur innnan flokksins.  Er þetta að hluta til tilkomið vegna umræðu um Evrópumál og aðildar Íslands að samninngum um Evrópska efnahagssvæðið;  EEE-samninginn.   

Innan Framsóknarflokksins telja örfáir málsmetandi sérfræðingar að það sé andstætt hagsmunum Íslands að standa innnan við það stóra viðskiptasvæði sem EES-samningurinn umlykur.  Aðild að EES er sem sagt varahugaverð og jafnvel óþörf vegna viðskiptahagsmuna Íslands og geti ekki eflt hagvöxt á Íslandi og sé skerðing á fullveldi og sjálfstæði Íslands.

Frosti Sigurjónsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins skrifar færslu á Facebook um fríverslun án aðgátar.  Þar á hann við innflutningi á ferskum búvörum. 

Facebook skrif Frosta um Evrópumál eru vissulega einkaskoðanir hans en þær enduróma líkast til tal Framsóknarmann á milli um Evrópumál. 

Ef Framsóknarflokkurinn tekur sæti í næstu ríkisstjónr eru þá líkur á umpólun flokksins í Evrópumálum? 

Hringbraut bar þessa spurningu undir heimildarmenn í Framsóknarflokknum. 

Þeir svöruðu allir sem einn:  Að afstað Framsóknarflokkisns í Evrópumálum mótast að öllu leyti að því hvor flokkurinn er í ríkisstjórn eða í stjórnarandstöðu og því hafa ákvarðanir í Evrópumálum verið teknar hverju sinni.  Svo er enn.

Innan Framsóknarflokksins segja heimildarmenn Hringbrautar er talað um þróunina í viðskiptamálum Evrópusambandsins (ESB) sem öfugþróun.  Ísland verður að taka afstöðu til þróunarinnar í viðskiptamálum inna ESB. 

Skoða þarf EES-samninginn út frá skerðingu á athafnafrelsi og réttindum og hve mikið fullveldið er skert eða því deilt með öðrum réttara sagt.

frettastjori@hringbraut.is    

 

Nýjast