Ég vildi ekki verða laumuhommi

Einn helsti mannréttindafrömuður landsmanna er gestur Sigmundar Ernis:

Ég vildi ekki verða laumuhommi

Það er óhætt að segja að söngvaskáldið og mannréttindafrömuðurinn Hörður Torfason komi til dyranna eins og hann er klæddur í einkar persónulegu og hrífandi samtali sínu við Sigmund Erni í viðtalsþættinum Mannamáli vikunnar, en þáttinn er nú hægt að sjá hér á vef stöðvarinnar.

Hann gefur einfaldlega allt sitt í viðtalið, sem er tvöfalt að lengd, fyrri hluti þess var frumsýndur í gærkvöld, en seinni hlutinn er á dagskrá að viku liðinni, sendur út að kveldi Uppstigningardags.

Í fyrri hlutanum er farið gjörla yfir lykilþátt Harðar í búsáhaldabyltingunni, en hann stýrði henni í reynd - og hefur á seinni árum farið víða um heim til að ræða um þessa einstöku byltingu sem fram fór á haustdögum 2008 á Austurvelli. Þá er og staldrað við sérstakt uppeldi Harðar og það sem helst skóp hann sem persónu á milli tektar og tvítugs, en einmitt þá afréð hann að standa með sjálfum sér, svo sem foreldrar hans hvöttu hann óspart til, fremur en að gerast laumahommi.

Í seinni þættinum er ítarleg frásögn af allri þeirri höfnun sem beið Harðar þegar hann kom út úr skápnum i "viðtali aldarinnar" í Samúel 1975, sem svo hefur verið nefnt, en þá opinberaði hann kynhneigð sína með þeim afleiðingum að heil þjóð sneri við honum baki; öll vinsælu lögin hans voru bönnuð á RÚV og hann var ekki einasta útilokaður frá sviðsljósinu heldur og var reynt að ráða hann af dögum.

Það er einstök upplifun að verða vitni að þeirri baráttusögu af vörum Harðar sjálfs.

Mannamál er frumsýnt öll fimmtudagskvöld klukkan 20:30 - og minnt er á seinni þáttinn að viku liðinni. 

ognibardags

Nýjast