„Höfum lagað ójafnvægið í leiðakerfinu“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group hjá Jóni G. í kvöld:

„Höfum lagað ójafnvægið í leiðakerfinu“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða erfitt uppgjör félagsins sem birt var í síðustu viku en tap félagsins á síðasta ári nam 6,7 milljörðum króna en var um 4,5 milljarðar í hagnað á árinu 2017. Þeir Jón koma víða við og ræða meðal annars ójafnvægið í leiðakerfi félagsins á síðasta ári en þá juku stjórnendur félagsins framboð á ferðum til Bandaríkjanna sem reyndist dýrt þar sem eftirspurnin og þar með sætanýtingin varð undir væntingum - eða rétt um 80%. Á sama tíma hefði mátt ná mun meiri sölu á til og frá Evrópu. „Við höfum lagað þetta ójafnvægi í leiðakerfinu,“ segir Bogi og kemur inn á að það verði meiri „agi á framboðinu“á þessu ári.

Þá ræða þeir stöðuna almennt í fluginu; rekstrarumhverfið, olíuverðið, samkeppnina, verð fargjalda. Síðasta ár reyndist mörgum flugfélögum mjög erfitt í rekstri og hafa þónokkur lagt upp laupana á síðustu vikum og mánuðum.

 Þetta er hörkugott viðtal við Boga. Þátturinn Viðskipti með Jóni G. hefst kl. 20:30 í kvöld.

Nýjast