Höfnin er „súrefni samfélagsins“

Hafnir Íslands: Vestmannaeyjahöfn

Höfnin er „súrefni samfélagsins“

Arnar Sigmundsson
Arnar Sigmundsson

Fjallað verður um Vestmannaeyjahöfn í þáttaröðinni Hafnir Íslands í kvöld. Þátturinn er í umsjón Lindu Blöndal og Friðþjófs Helgasonar. 

Eitt af stóru verkefnunum í Vestmannaeyjum er að stækka höfnina, segir hafnarstjórinn í Eyjum. Við heyrum brot af dramatískri sögu hafnarinnar hjá fyrrum hafnarstjóra Eyjamanna en einnig sjáum við hvernig nútíminn bankar upp á með gífurlegri fjölgun skemmtiferðaskipa, nærri 70 í sumar.  

Vestmannaeyjahöfn er stærsta fiskiskipshöfn landins en þangað koma olíuskip og í meiri mæli skemmtiferðaskip -  í fyrra voru þau 13 en í sumar er áætlað að næstum 70 skemmtiferðaskip komi til Eyja. Ólafur hafnarstjóri ræðir um stöðu hafnarinnar í þættinum.

Einnig er talað við Elliða Vignisson bæjarstjóra Vestmannaeyjarbæjar um mikilvægi hafnarinnar fyrir samfélagið í Eyjum, sem hann segir „súrefni samfélagsins“. Síðast en ekki síst hittum við Arnar Sigmundsson, fyrrverandi formann framkvæmda- og hafnarráðs í Vestmannaeyjum. Hann þekkir sögu hafnarinnar eins og lófann á sér og fer um eynna með hópa og segir frá, meðal annars því hvernig gosiði í Heimaey stórbætti höfnina þrátt fyrir ótta um hið gagnstæða.

 

Nýjast