Hnífstunga í heimahúsi í neskaupstað – einn í haldi lögreglu

Einn er í haldi lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi eft­ir hnífstungu í heima­húsi í Nes­kaupstað í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann og talið er líklegt að hann hafi gengist undir aðgerð í nótt.

Jón­as Wil­helms­son Jen­sen yf­ir­lög­regluþjónn lögreglunnar á Austurlandi segir í sam­tali við Mbl.is að atvikið hafi átti sér stað í kring­um miðnætti. Lögreglan hefur ekki nánari upplýsingar um líðan mannsins.

Í nótt gisti hinn handtekni í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar á Eskif­irði. Síðar í dag verður ákveðið hvort farið verði fram á gæslu­v­arðhald yfir hon­um.

Um málsatvik er lítið vitað en von er á aðstoð frá tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu síðdeg­is í dag vegna rann­sókn­ar á vett­vangi árás­ar­inn­ar. Ekki er gefið upp hvort fleiri hafi verið á staðnum.

Jónas staðfesti að árásin tengist þungarokkshátíðinni Eistnaflugi ekki með nokkrum hætti. Hátíðin hófst í gær og er vel kunn fyrir góða hegðun gesta.