Hm 2018: þvílíkur sigur í jafnteflinu

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stóðst áhlaup argentínsku snillinganna í fótbolta í fyrsta leik liðsins á HM og knúðu fram jafntefli með einstaklega sterkri liðsheild, útsjónarsemi og úthaldi.

Argentínumenn komust yfir á 19. mínútu leiksins með frábæru marki Sergio Kun Aguero, en aðeins fjórar mínútur liðu þangað til Alfreð Finnbogason svaraði fyrir Íslands hönd með marki af stuttu færi.

Íslendingar héldu út leikinn og fengu heldur betur aukið sjálfstraust þegar Hannes Þór Halldórsson, maður leiksins af Íslands hálfu, varði fimlega vítaspyrnu sem Lionel Messi tók í seinni hálfleik.

Íslenska liðið var lengst af í þéttri vörn, en átti nokkrar mjög góðar sóknir og hefðu þar hæglega geta skorað eitt eða tvö mörk til viðbótar við mark Alfreðs.