Hlutabréf í eimskip hækkuðu um sextán prósent

Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær.

Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut.

Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180729990/hlutabref-i-eimskip-haekkudu-um-sextan-prosent-