Hlusta á tillögur um nýjar Brexit-kosningar

Ruv.is greinir frá

Hlusta á tillögur um nýjar Brexit-kosningar

Breskir ráðherrar eru reiðubúnir að hlýða á tillögu Frjálslyndra demókrata um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um Brexit. Breska dagblaðið Guardian hefur þetta eftir Vince Cable, formanni Frjálslyndra demókrata. Þetta fékk flokkurinn í gegn á fundi með ráðherrunum Michael Gove og David Lidington í stjórnarráðinu á fimmtudagsmorgun.
 

Stjórn Theresu May er hins vegar hörð á móti því að færa Brexit aftur á borð kjósenda. Orð Cable sýna hins vegar að stjórnin er tilbúin að hlusta á allar hugmyndir um framhaldið, eftir að samningi stjórnarinnar um útgöngu úr Evrópusambandinu var hafnað með yfirburðum á þinginu.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/hlusta-a-tillogur-um-nyjar-brexit-kosningar

Nýjast