Hjörleifur ræðir bernskublikin

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi. þingmaður og ráðherra, er gestur viðtalsþáttarins Blik úr bernsku sem er á dagskrá Hringbrautar á laugardagskvöld klukkan 20:00.

Hann ólst upp á Hallormsstað og átti sín æskuár í einum fallegasta reit landsins, Hallormsstaðaskógi. Sá staður á sér mikla sögu og Hjörleifur segir okkar af henni og ævintýri af sjálfum sér, þar á meðal pólitík sem tengist hernámi Íslands á sjötta áratugnum, og breyttu pólitískri sýn hans, og hátíðum sem allir Austfirðingar sóttu á hverju ári og kennd var við Atlavík.

Þættirnir Blik úr bernsku verða eftirleiðiss frumsýndir á laugardagskvöldum, klukkan 20:00 en þeir hafa notið mikilla vinsælda á dagskrá Hringbrautar.