Hjálpræðisherinn fær veglega gjöf

Hjálpræðisherinn fær veglega gjöf

Ramis hf, Grohe international og Byko færðu Hjálpræðishernum veglega gjöf í dag. Öll hreinlætistæki í nýbyggingu Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut voru afhent að viðtöddum fulltrúa Grohe, Torben Kjarngaard, Jóni Steinari Magnússyni frá Byko og Ómari Kristjánssyni frá heildverlsuninni Ramis. Torben Kjarngaard þakkaði höfðinglega gjöf sem myndi sóma sér vel í þessu óvenjulega og fallega húsi sem brátt verður tilbúið til notkunnar. Það er ómetanlegt fyrir starfsemi eins og okkar að fyrirtæki eins og Byko, Grohe og Ramis eru tilbúin til að rétta hjálparhönd á tímum sem þessum.

Í nýja hús­næðinu verður aðalskrif­stofa hers­ins fyr­ir Ísland og Fær­eyj­ar, auk skrif­stofu Hjálp­ræðis­hers­ins í Reykja­vík og Hertex sem er fata- og nytja­markaður hers­ins. Inn­an­dyra verður einnig kirkju­rými sem hægt verður að stækka inn í fjöl­nota sal sem ligg­ur sam­síða rým­inu. Í hús­inu verða tvö verk­stæði, eitt fyr­ir tré­smíðar og annað fyr­ir létt­ari handa­vinnu. Þar verður hægt að vinna að ýms­um hugðarefn­um fyr­ir fjöl­breytt­an hóp fólks. Í hús­næðinu verður einnig kaffi­hús auk fata- og nytja­versl­un­ar­inn­ar Hertex sem verður á tveim­ur hæðum. Loks verður í hús­inu vel­ferðarálma þar sem finna má setu­stofu og viðtals­stofu.

Nýjast