Hjá hinu opinbera

Hér var í liðinni viku meðal annars fjallað um sérkennilega úrskurði Fjölmiðlanefndar vegna þáttar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um gjaldþrot Sigurplasts, þar sem Fjölmiðlanefnd fann með beinum hætti að efnistökunum, svo kalla má beina íhlutun í ritstjórnarlegt frelsi.

Þegar úrskurðurinn (sem er furðuýtarlegur) er lesinn nánar kemur fleira skrýtið í ljós. Þar er sérstaklega vikið að gagnrýni, sem fram kom í þættinum, á störf Gríms Sigurðssonar, skiptastjóra Sigurplasts, en af úrskurðarorðunum virðist augljóst að athugun nefndarinnar var gerð fyrir kvörtun frá honum. Eðli máls samkvæmt er þar vísað til gjaldþrotamálsins og m.a. fundið að því að í þættinum hafi ýmsar niðurstöður héraðsdóms ekki verið að fullu kynntar.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/hja-hinu-opinbera/149678/