Hiti á RÚV þegar Geir og Guðni mættu

Dv.is fjallar um

Hiti á RÚV þegar Geir og Guðni mættu

Það var hart tekist á Morgunþætti Rásar2 í dag þegar Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson mættu í hús. Þeir félagar berjast um það að verða formaður KSÍ til næstu ára, ársþing sambandsins fer fram á laugardag og þar verður kosið.

Geir vann hjá sambandinu í 25 ár en hætti sem formaður fyrir tveimur árum og var gerður að heiðursformanni. Guðni tók við starfinu og vill halda áframm.

Guðni talaði um að Geir væri með popúlismi og hentistefnu í orðræður sinni þegar hann stilli upp KSÍ og félögunum í landinu.

,,Það er rosalegt að heyra Guðna tala svona, það var sagt við mig þegar við byggðum knattspyrnuhús, í hvaða heimi ég væri. Við ætluðum að byggja 40 sparkvelli um landið en þeir urðu 100, við settum fram plön um að fara á HM og EM. Það eru fræg ummæli eftir Nelson Mandela ´Það virðist ómögulegt þangað til að það er gert´. Ég er ekki að finna upp aðferðirnar, mér hugnast ekki fyrir að láta réttindi til félaga. Sem er kennitala út í bæ, láta þá fá fullt af réttindum en engar skyldur. Ég vil fara sömu leiðir og hafa tíðkast í 100 ár,“ sagði Geir á RÁS 2 og átti þar við ÍTF.

Nánar á

http://www.dv.is/433/2019/02/06/hiti-ruv-thegar-geir-og-gudni-maettu-rosalegt-ad-heyra-gudna-tala-svona-timi-geirs-lidinn/

 

 

Nánar

Nýjast