Hitastigið á íslandi gerir ísland að besta landi í heimi fyrir rafmagnsbíla!

Benedikt Eyjólfsson, eða Benni í Bílabúð Benna, segir í mjög öflugu viðtali í þætti Jóns G. að hitastigið á Íslandi geri Ísland að draumalandi fyrir rafmagnsbíla. Hér er ekki of kalt og ekki of heitt, segir hann.

„Ég held því fram að Ísland sé besta landi í heimi fyrir rafmagnsbíla,“ segir Benni. „Það eru nokkur atriði sem ráða því. Veðurfræðilega er þetta besta landið;  við erum ekki með 20 eða 30 stiga frost á veturna, eins og í Finnlandi og Kanda sem dæmi, og ekki með 30 til 40 stiga hita á sumrin. En þetta eru mestu óvinir rafmagnsbíla.“

Hann segir ennfremur: „Í öðru lagi býr 70% þjóðarinnar á svæði sem er með 50 til 60 kílómetra radíus. Svo er það auvitað hreina orkan, framleiðslan á rafmagni er vistvæn.“

Að sögn Benna eru að koma fram rafmagnsbílar sem eru mjög langdrægir, og fara allt að 400 til 500 kílómetra á sömu hleðslunni. „Ég nefni til dæmis nýjan bíl sem ég kynni í fyrsta skipti til sögunnar hér í þættinum, Opel Ampera, sem var valinn bíll ársins í fyrra og er einn allra besti rafmagnsbíll sem fram hefur komið. Hreinræktaður rafmagnsbíll og fer í forsölu hjá mér núna 15. júní og fyrstu kaupendur fá hann afgreiddan í ágúst.“

Að sögn Benna eru að koma fram rafmagnsbílar sem eru mjög langdrægir, og fara allt að 400 til 500 kílómetra á sömu hleðslunni. „Ég nefni til dæmis nýjan bíl sem ég kynni í fyrsta skipti hér í þættinum, Opel Ampera, sem var valinn bíll ársins í fyrra og er einn allra besti rafmagnsbíll sem fram hefur komið. Hreinræktaður rafmagnsbíll. Það er með ánægju sem ég get tilkynnt það að við fengum ákveðinn kvóta af honum í síðustu viku. Hann fer í forsölu hjá mér núna 15. júní og fyrstu kaupendur fá hann afgreiddan í ágúst,“ segir Benedikt Eyjólfsson, Benni í Bílabúð Benna í þættinum hjá Jóni G.