Hinn heilagi ritstjóri bændablaðsins

Fyrir u.þ.b. 30 árum birt­ist í Tím­an­um, mál­gagni hins aft­ur­halds­sama bænda­flokks, Fram­sókn­ar­flokks­ins, grein eftir Stein­grím Her­manns­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra lands­ins. Þótt ótrú­legt sé, leyfði Stein­grímur sér í grein­ar­skrif­unum að halda því fram að Helmut Kohl, þáver­andi kansl­ari heima­lands míns, sam­bands-­rík­is­ins Þýska­lands, stefndi að því að fram­kvæma það sem Hitler hafði mis­tekist, þ.e. að ná yfir­ráðum yfir og kúga þjóðir Aust­ur-­Evr­ópu.

Auð­vitað fór Stein­grímur út fyrir vel­sæm­is­mörk í grein­ar­skrif­un­um. Þótt tján­inga­frelsi sé einn af horn­steinum frjálsra sam­fé­laga, þá er fjöldi skoð­ana sem frjálsir fjöl­miðlar forð­ast sjálf­vilj­ugir að fjalla um vegna eðlis þeirra. Af illri nauð­syn eru tak­mörk fyrir slíkum skrifum og orð­ræðum á for­sendum sann- og heið­ar­leika, nákvæmni, sið­ferði og ekki síst til­lit­semi fyrir öðrum og er óásætt­an­legt að fara út fyrir slík tak­mörk.

Nánar á

https://kjarninn.is/skodun/2019-03-19-hinn-heilagi-ritstjori-baendabladsins/