Kosningaþankar ritstjóra

Íslensk stjórnmál þurfa nýja miðju. Kjölfestu sem getur myndað öfluga ríkisstjórn um félagsleg sjónarmið umbyurðarlyndis og samvinnu skrifar Björgvin ritsjóri Suðra.

Nú er lag skrifar Björgvin í Suðra - lag til að leggja línurnar og stilla saman menn og málefni. Björgvin telur að framvinda sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári muni haf mikil áhrif.

Takist núverandi meirihluta í höfuðborginni að mynda nýjan Reykjavíkurlista sem ynni sannfærandi sigur gæfi það sannarlega tóninn um samflot flokkanna á landsvísu.

Núverandi ríkisstjórn segir Björgin standa afar tæpt og er það spá Björgvins að þar sem Framsóknaflokkurinn hefur lýst því yfir að flokkurinn muni ekki undir neinum kringstæðum ganga til liðs við núverandi stjórnaflokka telur Björgvin að komið geti til kosninga fyrr en varir. 

Þegar það verður þurfa stjórnarandstöðuflokkarnir sem allir kenna sig við umbætur og félagsleg sjónarmið að hafa stillt saman strengi sína. Hvort sem það verður í formi sameiginlegs framboðs eða trúverðugs bandalags um nýja stjórn að loknum kosningum.

rtá

Nánar www.fotspor.is