Hildur Eir: „Ónotalegt að upplifa gleðihróp brjótast út“

Hildur Eir: „Ónotalegt að upplifa gleðihróp brjótast út“

„Mér fannst mjög skrýtið að upplifa gleði og húrrahróp af pöllum alþingis í gær þegar frumvarp um þungunarrof var samþykkt. Ég hefði sjálf greitt frumvarpinu atkvæði mitt, fyrst og fremst vegna þess að ég veit að engin kona mun liggja ólétt upp í sófa fram að 20. viku og velta fyrir sér hvort hún nenni að eiga barnið eða ekki, svo vel tel ég mig þekkja mannlegt eðli og hef trú á því alveg eins og ég trúi á Guð.“

Þetta segir séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, í pistli á Facebook. Þar fjallar hún um frumvarp um þungunarrof sem samþykkt var í gær. Þegar niðurstaðan lá fyrir mátti heyra mikil fagnaðarlæti á pöllunum. Hildur Eir var ekki hrifin af fagnaðarlátunum.

„Mér fannst mjög ónotalegt að upplifa gleðihróp brjótast út við samþykkt frumvarpsins, við erum að tala um kannski ömurlegustu ákvörðun sem kona þarf að taka en með frumvarpinu erum við sem samfélag með hjálp löggjafans að segja „við skiljum aðstæður þínar og höfum samkennd með þér í erfiðustu ákvörðun lífs þíns.“ Það er svo alvarlegt að fylgjast með því hvernig hin svarthvíta umræða er orðin hér á íslandi að fólk telur sig hafa sigrað þó að niðurstaðan sé í raun sársaukafull eins og í þessu tilviki.

 

Nýjast