Hera Hilmars í banda­ríska Vogu­e

Frettabladid.is greinir frá

Hera Hilmars í banda­ríska Vogu­e

Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir er ein fjórtán kvenna sem prýða forsíðu bandaríska Vogue tískublaðsins. 

Blaðið fjallar um og inniheldur myndir af alþjóðlegum kvikmyndastjörnum. Stjörnurnar eru frá Englandi, Indlandi, Íran, Þýskalandi, Suður Kóreu og Íslandi svo eitthvað sé nefnt.

Frægust leikkvennanna er vafalaust bandaríska kvikmyndastjarnan Scarlett Johansen, en margir landsmenn myndu líka kannast við frönsku leikkonuna Léu Seydoux.

Hera Hilmars hefur haslað sér sívaxandi völl í kvikmyndasenunni erlendis. Á síðasta ári lék hún í kvikmynd stórleiksstjórans Peters Jackson, Mortal Engines. Þá hefur hún jafnframt leikið á móti Ben Kingsley í myndinni An Ordinary Man.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/lifid/hera-hilmars-i-bandariska-vogue

Nýjast