Hélt þetta væri til að fela fjár­lög

„Ég hélt þetta væri á dag­skrá til að fela fjár­lög­in,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir þing­kona Sam­fylk­ing­ar um þá umræðu sem hef­ur verið í þing­inu um þriðja orkupakk­ann. Helga Vala lét þessi orð falla í þætt­in­um Silfr­inu á RÚV í morg­un og sagði flokk­ana sem hvað mest hafi sig frammi í umræðunni, Miðflokk, Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn­ar­flokk, vera þá sömu og hvað mest hafi staðið gegn nauðsyn­leg­um breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá lands­ins.

„Þeir sem vilja gjarn­an breyta stjórn­ar­skránni, þar hef­ur ein­mitt verið fjallað um að það þurfi að setja auðlind­ir okk­ar skýrt í stjórn­ar­skrá í eigu þjóðar­inn­ar. Það er al­gjört grund­vall­ar­atriði sem við verðum að koma í stjórn­ar­skrána,“ sagði Helga Vala. Þeir tali núna „fjálg­lega um að það þurfi að verj­ast hinu illa í Evr­ópu. „Þarna eru hol­ur hljóm­ur sem að ég átta mig ekki á,“ sagði hún. Sæ­streng­ur sé ekki í umræðunni í þriðja orkupakk­an­um. „Það er önn­ur ákvörðun sem kem­ur til seinna og ef. Það er búið að vera að tala um þetta í 20 ár. Það að leggja sæ­streng kost­ar jafn mikið og að reka ís­lenska ríkið í heilt ár.“ 

Nánar á


https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/18/a_dagskra_til_ad_fela_fjarlogin/