Helmingur eldra fólks fór til tannlæknis

Mikill munur er á tannhirðu landsmanna eftir aldri ef miða má við heimsóknir fólks til tannlæknis.

Í nýjum talnabrunni Landlæknis  kemur m.a. fram að 73 prósent landsmanna, 18 ára og eldri, fara að minnsta kosti einu sinni á ári til tannlæknis. Hins vegar mætti einungis um helmingur 67 ára og eldri eða 54 prósent til tannlæknis árið 2017. Hins vegar kemur fram í talnabrunninum líka að fleiri halda eigin tönnum lengur. 

Í dag 1.september tekur rammasamningur um tannlækningar fyrir eldra fólk gildi en hann tryggir að lágmarki 50 prósent greiðsluþátttöku vegna tannlæknaþjónustu sem fellur undir tryggingar.

Talnabrunninn má nálgast hér