Helgi hrafn: „ég er líka sár. mér finnst þetta líka leiðin­legt“

„Mér þykir leiðin­legt að hún sé sár, en veistu, það þurfti bara að segja þessa hluti. Ef hún er sár yfir því þá er það bara hluti af því sem þurfti að gerast. Það er allt leiðin­legt við þetta. Ég er líka sár. Mér finnst þetta líka leiðin­legt. Mér hefur aldrei liðið jafn illa yfir að þurfa að halda ræðu í lífinu.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Fréttablaðið. Líkt og komið hefur fram í fréttum var Birgitta tilnefnd í trúnaðarráð Pírata fyrir stuttu, en var hafnað á félagsfundi Pírata um málið. Mikill hiti var á fundinum og yfirgaf Birgitta fundinn grátandi. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata tók til máls á fundinum og sagði:

„Birgitta býr til ósætti frek­ar en sætti og er al­gjör­lega ófeim­in við það og stær­ir sig af því. Hún krefst þess að aðrir leiti álits hjá sér en leit­ar ekki álits annarra. Hún gref­ur und­an sam­herj­um sín­um ef hún sér af þeim ógn. Hún hót­ar þeim ef hún fær ekki það sem hún vill.“

Helgi Hrafn kveðst standa við hvert orð í ræðu sinni um Birgittu og hann hafi ekki gengið of langt. Þá sér hann ekki eftir einu einasta orði. Bætir Helgi við að hann hafi verið fullkomlega hreinskilinn og einlægur. Helgi segir á öðrum stað:

„ ... mér finnst þetta allt saman ömur­legt frá upp­hafi til enda. En þarna þurfti að segja hluti sem voru ó­sagðir [...] Það sem ég gerði, gerði ég á eins hrein­skilinn og heiðar­legan máta og mér er unnt og ég met það þannig að það hafi ekki verið mikið val. Valið stóð á milli þess að þegja eða segja þessa hluti. Valið að þegja er ekki lengur í boði.“