Heimsókn á eldfjallasetrið á hvolsvelli

Eldfjallasetrið á Hvolsvelli hefur laðað til sín fjölda ferðamanna á fyrsta starfsári sínu, en það var opnað á síðasta ári og vakti þegar athygli fyrir metnaðarfulla sýningu á kröftunum í iðrum íslenskrar jarðar.

Strax að aflokinni sýningu ferðalífsþáttarins Í Fjörður á tíunda tímanum í kvöld sýndir Hringbraut 15 mínútna brot úr þættinum Ferðalaginu sem sýndur var síðastliðið haust, en þar segir af ferð Sigmundar Ernis austur á Rangárvell þar sem Eldfjallasetrið er að finna í vesturjaðri Hvolsvallar.

Það er staðarhaldarinn Ássbjörn Björgvinsson, sá mikilvirki ferðamálafrömuður sem lýkur upp dyrum safnsins fyrir áhorfendum, en hann er staðarhaldari eystra og kann öðrum betur að segja söguna að baki þessa einstaka safns sem sýnir gestum með einstökum hætti hvernig náttúran hagar sér á yfirborðinu og undir niðri.

Innslagið byrjar klukkan 21:40 í kvöld.