Heiðar ráðinn forstjóri sýnar

Heiðar Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur og fjár­fest­ir, hefur verið ráð­inn for­stjóri Sýnar. Hann hættir um leið sem stjórn­ar­for­maður félags­ins og Hjörleifur Pálsson tekur við. Heiðar er einn stærsti hlut­hafi Sýnar, með 6,4 pró­sent hlut í gegnum Ursus ehf. Kjarninn greinir frá.

„Framundan eru krefj­andi verk­efni, sem ég hlakka til að leysa af hendi í sam­starfi við allt það fram­úr­skar­andi fólk sem starfar hjá Sýn hf,“ segir Heið­ar í til­kynn­ing­u til kauphallar.

Við þessar breytingar tekur Sig­ríður Vala Hall­dórs­dóttir sæti í stjórn Sýnar.

Miklir erfiðleikar

Sýn hefur gengið í gegnum mikla erf­ið­leika und­an­farin miss­eri, enda hefur markaðsvirði félags­ins lækkað um 54 pró­sent á und­an­förnu ári.

Í febr­úar á þessu ári hætti Stefán Sigurðsson sem forstjóri Sýnar og hefur Heiðar stjórnað dag­legum rekstri í meiri mæli síðan. Þegar Stefán hætti lét hann meðal annars hafa eftir sér að hann vildi axla ábyrgð á því að afkomuáætl­anir félagsins hafi ekki gengið eft­ir.