Hefur þú séð Tómas Má? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð Tómas Má? Lögreglan leitar að honum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tómasi Má Sævarssyni. Tómas er fæddur árið 1993, er skolhærður og 174 cm á hæð. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Þar segir enn fremur að Tómas var síðast klæddur í gráar joggingbuxur, gráa joggingpeysu sem er rennd að framan og í íþróttaskó.

Hafi einhver upplýsingar um hvar Tómas sé niðurkominn er hann beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða í gegnum skilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar.

Vinsamlegast deilið.

Nýjast