Hefur RÚV útvistað ritstjórn Kveiks til Ragnars Þórs?

Hefur RÚV útvistað ritstjórn Kveiks til Ragnars Þórs?

Fréttastofa Ríkisútvarpsins á það til að endurvinna gamlar fréttir. Venjulega er þá reynt að finna eitthvað nýtt í málinu, eitthvað sem bætir einhverju við. Á þriðjudag 9. október sýndi nýja stolt fréttastofunnar, "fréttaskýringaþátturinn" Kveikur, frá ferðalagi "rannsóknarblaðamanns" og myndatökumanns til Nevadaríkis í Ameríku. Erindið var að gera lítið úr íslenskum lífeyrissjóðum með samanburði við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna í Nevada.


Allt það sem fram kom í þættinum hafði áður birst og það nokkuð víða. Og fyrir all löngu. Fyrst í amerískum blöðum og vefmiðlum, sbr. þetta hér sem birtist fyrir tveimur árum:

file:///H:/nvpers.org/What%20does%20Nevada%E2%80%99s%20$35bn%20fund%20manager%20do%20all%20day_%20Nothing%20-%20Financial%20News.html

 
Upp úr þessu var síðan endurunnin grein í hið íslenska Viðskiptablað í mars 2017, en þar var bætt í talsverðum misskilningi, eins og að Steve Edmundson sem þarna um ræðir, stýrði einsamall þessum lífeyrissjóði:

 http://www.vb.is/frettir/reynir-ad-gera-ekki-neitt/136275/?q=Edmundson


Látum vera þó að RÚV lepji upp gamlar magasíngreinar íslenskra og amerískra blaðamanna og sendi a.m.k. tvo menn á launum til Ameríku til þess að bæta engu við söguna (kannski RÚV upplýsi okkur um hve háum fjárhæðum af almannafé var sóað í þetta ferðalag?) Hitt vekur meiri furðu hvernig virðist hafa verið til þessa stofnað.


Var það tilviljun að inn í umfjöllun Kveiks var skotið a.m.k. tvisvar gömlum viðtalsbútum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR þar sem hann að venju hreytti úr sér ónotum um íslensku lífeyrissjóðina? Í tíufréttum á eftir var síðan nýtt viðtal við sama Ragnar Þór um sama efni: Sá maður setur sig aldrei úr færi að ráðast gegn hagsmunum félagsmanna sinna með því að reyna sem mest hann má að skaða lífeyrissjóði þeirra.


Þetta vekur áleitnar spurningar. Lét Kveikur Ragnar Þór reka sig til að draga upp þetta gamla mál óbreytt og setja það fram án þess að skoða á nokkurn hátt hvaða erindi það gæti átt við íslenska áhorfendur RÚV (og greiðendur útvarpsgjaldsins, ekki gleyma því!)? Lét fréttastofa RÚV Ragnar Þór panta viðtal við sig til þess enn eina ferðina að dreifa óhróðri um sjóði félagsmanna sinna?


Og RÚV á sannarlega eftir að gera grein fyrir því hvers vegna lagt er í þann gríðarlega kostnað að senda fréttamann og myndatökumann til Ameríku til þess eins að lepja upp tveggja ára gamalt mál áns þess að reyna á nokkurn hátt að rýna í efnisatriði þess og t.d. að gera íslenskum áhorfendum grein fyrir því á hvern hátt þessi lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevada væri sambærilegur við íslenska lífeyrissjóði.


Á tímum þegar jafnvel kollegar Sigríðar Halldórsdóttur sem þarna lét etja sér út á foraðið hneykslast á fjáraustri í gamalt braggaskrifli í Nauthólsvík gera þeir svo enga athugasemd við að eyða milljónum í reindisleysu til Nevada.
   Og hinir háheilögu og tandurhreinu "rannsóknarblaðamenn" RÚV og Kveiks geta ekki einu sinni falið sótsvört fingraför fjarstýringarinnar frá skrifstofu VR!

Rtá

Nýjast