Hefur ekki heyrt hugmyndir um stjórnarslit

Umhverfisráðherra blæs á gagnrýni Sjálfstæðisflokksins um að hann hafi ekki farið að lögum um friðlýsingar. Katrín Jakobsdóttir segist ekki hafa heyrt talað um stjórnarslit frá forystu Sjálfstæðisflokksins. Jón Gunnarsson skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir aðferðir umhverfisráðherra við friðlýsingar ekki standast skoðun. 
 
 

Í greininni segir Jón Gunnarsson jafnframt að umhverfisráðherra sé með þessu að ógna ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ótímabært að tala um ágreining milli flokkanna en hann tekur að nokkru undir undir gagnrýni þingmannsins um friðlýsingar umhverfisráðherra. „Ég vonast til að það þurfi ekki að koma til mikils ágreinings um þetta. Það er ekki svigrúm fyrir ólíka túlkun á lögum og reglum um þetta efni,“ segir Bjarni. 

Þetta er brot úr frétt RÚV. Hér má lesa fréttina í heild sinni.