Hatara-mótmælin voru til fyrirmyndar

Það er ekkert út á mótmæli Hatara að setja, þau voru bæði flott og til fyrirmyndar, eins og raunar atriðið allt og yfirbragð þess. Þetta er tónninn í umræðu Ritstjóranna í kvöld, en þar setjast á rökstólana þrautreyndir fjölmiðlamenn eins og fyrri daginn, þau Sigmar Guðmundsson og Steingerður Steinarsdóttir.

Og það er farið geyst um víðan völl í spjalli þeirra og Sigmundar Ernis - og spurt meðal annars hvort hræddu flokkarnir á þingi græði á málþófi um þriðja orkupakkann og hvort Brexit-andi sé að láta á sér kræla á Íslandi.

Ritstjórarnir eru partur af fréttaþættinum 21 og hefja upp raust sína um klukkan 21:30.