Háskaakstur í reykjavík

Á síðustu dögum hafa borist fréttir af háskalegum akstri fólksbifreiða í Reykjavík. Kona olli árekstri í Ártúnsbrekku á sunnudaginn og ekið var á barn á gatnamótum Meistaravalla og Hringbrautar í morgun. Mbl.is og RÚV.is og Vísir.is eru meðal þeirra sem greina frá.

Á sunnudag greindi Mbl.is frá því að kvenkyns ökumaður Mercedes Benz fólksbifreiða hafi ekið háskalega og valdið árekstri í Ártúnsbrekku. Vitni staðfestu þetta og sögðu aksturinn glæfralegan áður en áreksturinn varð. Í gær sögðu hjónin sem lentu í árekstrinum við Mbl.is að konan hafi sett sig í samband við þau eftir að myndband af árekstrinum hafi farið í dreifingu. Málið er nú á borði lögreglu.

Í morgun bárust fréttir af því að ekið hafi verið á barn á gatnamótum Meistaravalla og Hringbrautar um níu leytið í morgun. Vísir greinir frá því að á gatnamótunum séu gönguljós en börn í Vesturbæjarskóla eru meðal þeirra sem nýta ljósin á leið í og úr skóla. Samkvæmt upplýsingum RÚV var barnið flutt með sjúkrabíl á slysadeild en meiðsli barnsins eru ekki talin alvarleg.