Harkaleg gagnrýni á úthlutun fjármuna

Þátturinn Lífið er lag er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld en þetta er 7. þátturinn um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldir borgara á Íslandi. 

Í þætti kvöldsins verður komið víða við. Rætt verður við þá Haral Líndal bæjarstjóra í Hafnarfirði og Ellert B. Schram formann FEB um Framkvæmdastjóð aldraðra en mikil gagnrýni hefur komið fram á störf sjóðsins sem hefur verið stjórnarlaus frá áramótum.  Þá verður fjallað um leiguíbúðir aldraðra sem Vildahús mun kynna á næstunni í samstarfi við danskan verktaka, spjallað við Þórhildi Elínu Elínardóttur um endurnýjun ökuskírteina þegar 70 ára aldri er náð og rætt við Berglindi Soffíu Blöndal næringarfræðing um hrikalega niðurstöður rannsóknar sem hún gerði ekki alls fyrir löngu á næringargildum aldraðra sem komnir eru heim eftir sjúkrainnlögn og verða að sjá um sig sjálfir hvað mat og næringur varðar. Að lokum kynnumst við Lyfjabókinni sem er nauðsynleg handbók inná öllum heimilum landsins.

Umsjónarmaður þáttarins er Sigurður K. Kolbeinsson.