Handteknir með yfir fimm þúsund skjaldbökur í töskunum sínum - geta fengið fimm ára fangelsisdóm

Yfirvöld í Malasíu gerðu í dag upptækar 5.255 skjaldbökur sem fundust í ferðatöskum tveggja manna á flugvellinum í Kuala Lumpur, höfuðborg landsins. Um er að ræða svokallaðar fenjaskjaldbökur, en þær eru mjög vinsælar sem gæludýr.

Mennirnir tveir voru handteknir á flugvellinum og samkvæmt lögum í Malasíu geta þeir fengið allt að fimm ára fangelsisdóm ásamt sektum fyrir að reyna smygla skjaldbökunum. Að sögn yfirvalda eru heildarverðmæti skjaldbakanna áætluð rúmar 2 milljónir króna, en mennirnir ætluðu sér að selja þær í Indlandi sem gæludýr.