Hamingjuóskir

Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna hefur óskað forseta Tyrklands Recap T. Erdogan til hamingju með úrslit þjóðatatkvæðagreiðslu um forsetaræði.

Forseti Bandarikjanna metur mikils stuðning Erdogan við loftárás Bandarikjanna nýverið á herflugvöll á Sýrlandi. Forsetarnir eru sammála um að koma Assad forseta Sýrlands frá völdum.

Þá greinir á um hvert skal vera hlutverk tyrkneskra Kúrda í borgarastyrjöldinni á Sýrlandi og hve stór skal vera þáttur Kúrda í stríðinu gegn ríki íslam.

Þá er óleyst deila ríkjanna um íslamska kennimanninn Fethulla Gülen en hann býr í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir óskað þess að hann verði framseldur til Tyrklands til að greina frá þætti sínum í mislukkaðri tilraun til valdaráns í Tyrklandi á liðnu ári.

Nánar www.bbc.com