Hallgrímur jarðar hátíðina á þingvöllum

Óhætt er að segja Hallgrímur Helgason rithöfundur hakki í sig hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í pistli sem hann birtir á Facebook. Hann segir það sorglega staðreynd hve fáir hafi mætt á Þingvelli. Hátíðarhöldin hafi einfaldlega verið vandræðaleg fyrir alla.

„Þetta var svolítið fyrirsjáanlega vandræðalegt þarna á Þingvöllum í dag. Einmana þing í landi án þjóðar, að klappa sér og mökum sínum á bakið. Eins og athöfn frá allt öðrum tíma, í boði ráðalausrar ríkisstjórnar sem heldur áfram seinheppni sinni og furðugangi, og virðist í engum takti við þjóðlífið. Að líkindum var allt þetta skipulagt af SDG, þegar hann var og hét forsætis, hann var einhvernveginn þannig á svipinn í dag: This is my baby. En afhverju fólk þurfti að erfa það og uppfylla er ráðgáta. VG virðist vera að taka VR á þetta, halda skammstöfuninni en breyta merkingunni í: Virðing, gagnrýnisleysi. 80 milljón króna hátíðahöld til að fagna 100 ára afmælis fullveldis er kannski ágæt hugmynd en að hún skuli ekki innihalda almenning er absúrd árið 2018, því hér var öllum boðið nema þjóðinni,“ segir Hallgrímur.

Hann bendir á að hátíðin hafi ekkert verið kynnt fyrir almenningi. „Engin kynning, ekkert pepp hafði farið fram. Heldur þvert á móti: Almannagjá verður lokuð almenningi (þvílík setning á afmæli fullveldis!) og við ætlum að auki að láta frægasta rasista Norðurlanda heiðra okkur með nærveru sinni á þessum merkisdegi. Rökin að hún sé þarna einungis sem fulltrúi sinnar þjóðar en ekki sinna hatursfullu skoðana er nokkuð sem gengur ekki upp á tímum Donalds Trump. Það er semsagt bersýnilega áframhaldandi gjá á milli þings og þjóðar, við sem heima sátum áttum semsagt að dást að panamaprinsum og peysufötum í bland setja upp sinn heilagasta svip og samþykkja eigin góðmennsku með Skjaldbreið í baksýn (bakkdroppið við þennan þingfund var reyndarmjög flott, þótt Guns’n Roses sviðið hefði verið full vel í lagt),“ segir Hallgrímur.

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/07/19/hallgrimur-jardar-hatidina-thingvollum-thar-voru-adeins-um-tuttugu-eldri-hjon-sem-oll-hofdu-gert-sma-krok-leid-sinni-ur-sumarhusum-sinum/