Halldór Blöndal tekur Davíð á beinið

Fréttir af öðrum miðlum: Eyjan.is

Halldór Blöndal tekur Davíð á beinið

Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins skrifaði beittan pistil í Morgunblaðið í dag. Í pistlinum talar Halldór um ritstjórastörf Davíðs Oddssonar og veltir því fyrir sér hvar Morgunblaðið fór út af sporinu.

„Ég hef verið að velta skrifum Davíðs Oddssonar fyrir mér, hvað fyrir honum vaki. Engum dylst að honum er mikið niðri fyrir og á erfitt með að hemja skap sitt þegar svo ber undir. Þá er eins og hann fái útrás með því að hreyta fúkyrðum í þjóðir Evrópusambandsins en mærir Trump, forseta Bandaríkjanna.

Og þá rifjast upp undir eins að stærsti stjórnmálasigur Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar var samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra.

Það verður þess vegna fróðlegt að sjá hvernig Davíð Oddsson bregst við þeirri fullyrðingu Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara á miðopnu Morgunblaðsins laugardaginn 27. júlí að með þeim samningi og framkvæmd hans sé komin upp staða sem er „ekki í neinu samræmi við þann lagalega grunn sem lagður var að stofnun Alþingis árið 930 og mótað hefur lagahefð Íslend- inga alla tíð, þrátt fyrir löng tímabil niðurlægingar, undirokunar og kúgunar.“

Halldór segir það liggja fyrir að Davíð Oddsson hafi mótað starfshætti okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Auk þess segir Halldór að enginn einn maður hafi haft meiri áhrif í þeim efnum en Davíð. Hann segir að það sé rétt að meta orð héraðsdómarans í því ljósi.

Hann segir ávinninginn af Evrópska efnahagssvæðinu vera ótvíræðan fyrir íslensku þjóðina.

Þetta er aðeins brot úr frétt Eyjunnar. Fréttina í heild sinni má lesa hér.

Nýjast