Hálkubani í Garðabæ

Snædís Snorradóttir skoðar hálkubana í 21 í kvöld

Hálkubani í Garðabæ

Nýjungar á stéttum Garðabæjar. 

Nú er veturinn handan hornsins með öllu tilheyrandi. Kuldinn, rigningin, snjókomman, vindurinn og að sjálfsögðu hálkan lúmska. Hálkan var að vísu ekkert lúmsk á milli jóla og nýárs í fyrra þegar að hátt í 80 manns leituðu á slysadeild Landspítalans á dag vegna hálkuslysa.

Sveitafélögin hafa bruðist við hálkunni með því að sanda og salta stéttar og götur með takmörkuðum árangri. Sandurinn fýkur auðvitað í burtu og honum fylgja vandamál með vorinu. Þá þarf að sópa sandinn í burtu og ef það er ekki gert um leið og vorlaukarnir springa út, þá verða aumingjans vegfarendur göngustíganna oft fyrir barðinu á honum, þá er ég að tala um þessa sem eru á reiphjólum, línuskautum, hjólabrettum, hlaupahjólum og svo fram vegis. Ekki má gleyma því að sandurinn fyllir líka holræsin svo kalla þarf oft á tíðum á stífluþjónustur. Vesen, vesen, vesen. 

Garðabær leitaði lausna og töluðu við lausnamiðaðan verktaka sem benti þeim á epoxí gólf sem væri sannkallaður hálkubani. Epoxíið er unnið þannig að yfirborðið er einstaklega gróft og gefur þar af leiðandi gott grip.

Flöturinn að þessu sinni var hafður gulur til vekja athygli á svæðinu sem er staðsett fyrir neðan stiga í bílakjallara Garðatorgs þar sem áður var hættulegur reitur hálku. Einnig hafa verið settir rauðir fletir á fjölfarin göngustíg til að minna fólk á tillitsemi gagnvart hvort öðru. 

Sigurður segir að þeir hyggist setja fleiri hálkubana í Garðabæ þar sem þörf er á og líta á þetta sem langtíma forvörn gegn slysum, en gólfið endist lengi. 

Meira um þetta í 21 í kvöld kl 21:00 á Hringbraut. 

 

 

Nýjast