Hagvöxtur talinn verða 4,3% í ár

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá. 

Mikil umsvif eru í íslenskum þjóðarbúskap.  Neysla og fjárfesting sem og utanríkisverslun hafa verið í örum vexti undanfarin misseri. Nýjustu niðurstöður þjóðhagsreikninga sem spáin byggir á ná til þriðja ársfjórðungs liðins árs.

Hagstofan telur að landsframleiðsla hafi aukist um 5,9,% á liðnu ári. Spáð er að hún aukist um 4,3% á þessu ári. Spáð er aukningu um 2,5% til 3,0% árlega árin 2018 – 2022. 

Einkaneysla er talin hafa aukist um 7% og fjárfestingar teljast hafa aukist um 22,7 árið 2016.  Spáð er að hún aukist um 12,6% á þessu ári.

 Verðbólga hefur í þrjú ár verið undir markmiði Seðlabanka Íslands (SÍ). Sé ekki húsnæðisliður neysluverðsvísitölunar talinn með hefur verðbólga nánast staðið í stað. 

Hagstofan telur að reikna ber með því að verðbólga aukist nokkuð á þessu ári og 2018. Verðbólga víki þó ekki verulega frá verðbólgumarkmiði SÍ. Og stefni í átt að því árin 2019 – 2022. 

Langvinnt sjómannaverkfall og hugsanleg endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hafa hvorutveggja nokkra óvissu í för með sér.

Nánar á www.hagstofa.is