Hagvöxtur á fyrri helmingi ársins var yfir 6 prósent

Hagvöxtur var 6,4 prósent á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil fyrir ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Það vel umfram spár greiningaraðila sem spá 2,6 til 4,1 prósenta hagvexti fyrir árið í heild.

Greiningardeild Arion banka segir tíðindin til marks um „dúndrandi hagvöxt“ og segir ljóst megi vera að hagvöxtur verði meiri en sá 3% hagvöxtur sem bankinn hafi spáð fyrir þetta ár. Helst komi á óvart hve mikill vöxtur fjárfestingar hafi verið og að innflutningur hafi dregist saman.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/dundrandi-hagvoxtur-kemur-ovart/149552/