Hagnaður marels jókst um tólf prósent

Hagnaður Marels nam 38 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða króna, á fjórða fjórðungi síðasta árs og jókst um ríflega 12 prósent frá sama tímabili árið 2017 þegar hagnaðurinn var 33,8 milljónir evra. 

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Marels sem birt var í kvöld en þar er einnig upplýst um að valið á því hvaða erlendu kauphöll til standi að skrá hlutabréf félagsins í standi nú fyrst og fremst á milli Euronext í Amsterdam og Nasdaq í Kaupmannahöfn. Er búist við því að ákvörðun um hvaða kauphöll verði fyrir valinu verði kynnt á aðalfundi félagsins í næsta mánuði.

Nánar á

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/02/05/8_6_milljarda_hagnadur_ossurar/