Hagnaður isi 770 milljónir

Hagnaður Icelandic Seafood International jókst um nærri 109% á milli áranna 2017 og 2018, úr 2,7 milljónum evra í 5,8 milljónir evra, eða sem samsvarar 769 milljónum íslenska króna. Sala félagsins jókst um 39% frá fyrra ári, og nam hún 346 milljónum evra, en proforma salan fyrir allt árið nam 431,3 milljónum evra.

Á árinu keypti félagið tvö félög, Oceanpath og Icelandic Iberica, en salan jókst úr 249 milljónum evra í 346 milljónir evra, meðan kostnaðarverð vara fór úr 215 milljónum evra í 299,2 milljónir evra.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/hagnadur-isi-770-milljonir/153383/