Hagnaður dróst saman hjá viðskiptabönkunum

Hagnaður dróst saman hjá viðskiptabönkunum

Hagnaður allra stóru ís­lensku viðskipta­bank­anna, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, dróst sam­an á milli ára. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja á árinu 2018 nam um það bil 37,7 milljörðum króna, sem er um 10 millj­örðum minna en hagnaður þeirra árið 2017. Mbl.is greinir frá.

Í frétt Mbl.is kemur fram að hagnaður hafi dregist mest sam­an hjá Ari­on banka. Bank­inn hagnaðist um 7,8 millj­arða á ár­inu 2018, sem er tæp­lega helm­ingi minni hagnaður en árið 2017, þegar hann var 14,4 milljarðar. Arion banki tapaði tæplega þremur milljörðum króna á gjaldþroti Primera Air flugfélagsins.

Hagnaður Íslandsbanka á ár­inu 2018 nam 10,6 millj­örðum króna, en bank­inn hagnaðist um 13,2 millj­arða árið 2017.

Lands­bank­inn skilaði ögn hagnaði en árið 2017 og af­koma bank­ans var sú besta af bönkun­um þrem­ur. Bank­inn hagnaðist um 19,3 millj­arða árið 2018, en hagnaður bank­ans árið 2017 var 19,8 millj­arðar.

Stjórn Arion banka legg­ur til að hlut­haf­ar bank­ans fái 10 millj­arða króna greidda í arð af eign sinni, stjórn Íslandsbank­a ætl­ar að leggja til að bank­inn greiði 5,3 millj­arða í arð til hlut­hafa og bankaráð Lands­bank­ans legg­ur til að bank­inn greiði eig­end­um sín­um 9,9 millj­arða króna í arð.

Laun bankastjóra hækka

Í frétt Mbl.is kemur einnig fram að þrátt fyrir að hagnaður hafi dregist saman hækkuðu laun bankastjóra allra bankanna þriggja milli ára. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka er með hæstu launin og hækkaði úr 62 milljónum á árinu 2017 í 67,5 milljónir á árinu 2018. Næst kemur Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, en laun hennar hækkuðu úr 48,3 milljónum í 59,6 milljónir milli ára. Lægstu árslaunin er Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans með en hækkar þó mest milli ára, hennar laun fóru úr 27 milljónum á árinu 2017 í 44 milljónir á árinu 2018.

Nýjast