Hag­vaxt­ar­stefn­an að „líða und­ir lok“

Mbl.is greinir frá

Hag­vaxt­ar­stefn­an að „líða und­ir lok“

„Við stönd­um á nokkr­um tíma­mót­um þegar kem­ur að efna­hags­mál­um á Íslandi sem og í heim­in­um. Sú hag­fræðikenn­ing sem hef­ur mótað efna­hags­stefnu 20. ald­ar­inn­ar, efna­hags­stefna sem bygg­ir fyrst og fremst á því að halda áfram hag­vexti út í eitt, sú efna­hags­stefna er að líða und­ir lok.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag.

„Ger­breyt­ing“ á efna­hags­stjórn í augn­sýn

Katrín sagði að efna­hags­stefn­an væri að renna sitt skeið vegna fé­lags­legra og um­hverf­is­legra ástæðna. „Það er hugs­an­lega ekk­ert til sem heit­ir grænn hag­vöxt­ur og stjórn­völd þurfa að fara að hugsa eft­ir öðrum leiðum út­frá hag­sæld – út frá hag­sæld þar sem við erum ekki bara alltaf á upp­leið þegar kem­ur að vexti efna­hags­stærðanna held­ur horf­um á jafn­vægi um­hverf­isþátta, efna­hagsþátta og fé­lags­legra þátta.“ 

Hún sagði þá að staða launa­fólks sner­ist ekki bara um næstu kjara­samn­inga held­ur einnig hvernig eigi að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. Það muni þýða ger­breyt­ingu á neyslu­venj­um, efna­hags­stjórn og að horfa þurfi frá vaxta­mengi en frek­ar í átt til jvæg­is. Ekki sé hægt að ræða fé­lags­leg mál án þess að um­hverf­is­mál­in séu und­ir. 

Nýjast