Hafnartorg og h&m home opna í dag

Dagurinn í dag er sagður marka ákveðin tímamót í verslunarsögu miðborgar Reykjavíkur með opnun H&M og H&M Home á Hafnartorgi. Staðgengill borgarstjóra opnar fyrsta áfanga Hafnartorgsins klukkan 11:20 við hlið verslunarinnar sem opnar klukkan 12:00. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fasteignafélaginu Reginn.

Með þessum áfanga snýr verslun í miðborginni úr vörn í sókn og lifandi tenging skapast frá gamla miðbænum yfir á svæðin kringum Hörpu og höfnina segir jafnframt í tilkynningunni. Reginn er eigandi alls verslunarhúsnæðis á Hafnartorgi og leggur áherslu á að skapa þar einstakt verslunar- og þjónustusvæði til framtíðar með iðandi mannlífi og lifandi göngugötum.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/hafnartorg-og-hm-home-opna-i-dag/150280/