Hafnar útreikningum Fréttablaðsins

Kjaramál - Formaður Starfsgreinasambandsins

Hafnar útreikningum Fréttablaðsins

Björn Snæbjörnsson
Björn Snæbjörnsson

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar því á bug að kröfur sambandsins fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Vísar hann í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem reiknað er út miðað við körfugerð SGS hvaða álag hún hefði á atvinnurekendur. Farið er fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma og vinnuvika stytt án launaskerðinga.

Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150 prósent samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins.

Vísir segir frá og að Björn hafni þessu

Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga og þannig gætu laun sumra stétta tvöfaldast.

Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa.

„Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í fyrrnefndu samtali við Vísi. Stytting vinnuvikunnar þýði til dæmmis ekki að yfirvinnukaupið aukist.

Í Markaðnum í Fréttablaðinu kemur fram að Hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins nemur ríflega 62 prósentum og er það hæsta hér á landi á meðal OECD-ríkjanna. Það þýðir að hvergi innan aðildarríkja OECD rennur stærri hluti þess virðisauka, sem verður til við atvinnustarfsemi, til launþega en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Gylfa Zoega hagfræðiprófessors er tekið fram að umrætt hlutfall sé nú nálægt hápunkti áranna fyrir hrun.

Nýjast