Hafa lægra sett stjórnvöld sjálfstæða tilveru?

Það er meginregla í stjórnsýslurétti, að lægra sett stjórnvald er bundið af úrskurðum æðra setts stjórnvalds.

Í lögum, þar sem fjallað er um starfshætti stjórnvalda, er málum stundum svo háttað að kveðið er á um heimild borgara til að skjóta til sérstaks úrskurðaraðila ákvörðun þess stjórnvalds sem í hlut á vilji viðkomandi ekki una henni. Tilgangur með lagaákvæðum um slíkan málskotsrétt innan stjórnsýslu er sýnilega sá að auka réttaröryggi borgara og gefa þeim kost á að láta æðri stjórnsýsluaðila úrskurða um hvort stjórnsýslan sem um ræðir hafi verið lögum samkvæm. Er þessi aðferð til þess fallin að geta tekið skemmri tíma en málsmeðferð fyrir dómi auk þess að vera ódýrari.

Verði staðan síðan sú að borgarinn telur að enn sé brotinn á honum réttur með ákvörðun æðra stjórnvaldsins (málskotsnefndarinnar) getur hann auðvitað í samræmi við almennar reglur laga borið þá ákvörðun undir dómstóla. Gagnaðili hans í því máli yrði þá stjórnvaldið sem tók hina upprunalegu ákvörðun.

Við blasir að hið lægra setta stjórnvald hefur enga lögvarða hagsmuni af niðurstöðu þess æðra. Í þeirri niðurstöðu ætti einfaldlega aðeins að felast endanleg afstaða í alþingismenn standi ekki sína pligt. Látið er undan embættismönnum sem vilja fá í hendur heimildir til að beita borgara ofríki, þó að æðra stjórnvald hafi komist að niðurstöðu um að of langt hafi verið seilst. Fleiri dæmi má finna í lagasafninu af svipuðum toga. Tíðarandinn krefst aukins réttaröryggis fyrir borgara gegn sívaxandi afskiptasemi stjórnvalda. Það gæti orðið rós í hnappagat ríkisstjórnar að afnema þessa vitleysu sem er byggð á þeirri ranghugsun að stjórnvöld geti haft hagsmuni af því að beita borgara meiri áreitni heldur en æðra stjórnvald hefur talið réttmæta. Alþingismenn eru meðal annars kjörnir til að gæta réttaröryggis borgara. Þeir ættu að nota augljós tækifæri til að sýna að sú krafa sé meira en bara stafir á blaði. Það er fyllsta ástæða til að hvetja kjörna fulltrúa til dáða í þessu efni. stjórnsýslu á viðkomandi sviði. Samt er það svo á nokkrum stöðum í settum lögum, að hinu lægra stjórnvaldi sem um ræðir er heimilað að skjóta niðurstöðu þess æðra til dómstóla í því skyni að fá henni hnekkt. Þá er eins og menn hafi búið sér til þá hugmynd að hið lægra setta stjórnvald sé orðið hagsmunaaðili sem hafi aðra hagsmuni í málinu en þá sem æðra stjórnvaldið telur að eigi að gilda.

Dæmi um þetta er að finna í 41. gr. samkeppnislega frá 2005. Þar getur að líta heimild fyrir Samkeppniseftirlitið til að bera undir dómstóla úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hefur þá tekið til greina kröfu viðkomandi borgara og ógilt að einhverju leyti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Þessi heimild var sett inn í lögin á árinu 2011. Virðast einhverjir ákafir embættismenn hjá Samkeppniseftirlitinu hafa fengið því framgengt að koma þessari heimild í lögin. Hefur stofnunin síðan í nokkrum tilvikum nýtt heimildina og borið undir dómstóla niðurstöður áfrýjunarnefndarinnar sem tekið hefur ákvörðun borgaranum í hag. Þetta er ekki ósvipað því að embættismaður í ráðuneyti fengi heimild til að bera undir dóm þær ákvarðanir ráðherra sem honum líkar ekki.

Svo er að sjá að hér sé að finna lagaákvæði sem einkennist af því að alþingismenn standi ekki sína pligt. Látið er undan embættismönnum sem vilja fá í hendur heimildir til að beita borgara ofríki, þó að æðra stjórnvald hafi komist að niðurstöðu um að of langt hafi verið seilst. Fleiri dæmi má finna í lagasafninu af svipuðum toga.

Tíðarandinn krefst aukins réttaröryggis fyrir borgara gegn sívaxandi afskiptasemi stjórnvalda. Það gæti orðið rós í hnappagat ríkisstjórnar að afnema þessa vitleysu sem er byggð á þeirri ranghugsun að stjórnvöld geti haft hagsmuni af því að beita borgara meiri áreitni heldur en æðra stjórnvald hefur talið réttmæta. Alþingismenn eru meðal annars kjörnir til að gæta réttaröryggis borgara. Þeir ættu að nota augljós tækifæri til að sýna að sú krafa sé meira en bara stafir á blaði.

Það er fyllsta ástæða til að hvetja kjörna fulltrúa til dáða í þessu efni. 

Höfundur er lögmaður.